Ubbi í Mónakó – 1. hluti

Posted by Leikfélagið - in Félagsmál, Fors, Sýningar, Uncategorized - No Comments

Merki hátíðarinnar

Ævintýraferð Ubba á leiklistarhátíðina Mondial du Theatre í Mónakó hófst að kvöldi fimmtudagsins 24. ágúst þegar fyrri helmingur hópsins lagði í hann. Flogið var til Düsseldorf og þaðan til Nice þar sem fulltrúi hátíðarinnar beið eftir okkur keikur og hress á flugvellinum. Hluti hópsins fór í leiðangur til að leita uppi leikmuni sem fyrirhugað var að kaupa í Nice en með hina var farið beinustu krókaleið í miðstöð hátíðarinnar, sem er í Auditorium Rainier III við höfnina í Monte-Carlo.

6 tima stopover bauð uppá göngutúr að Rín.

Hátíðin er haldin í undurfallegu umhverfi við höfnina. Leikhóparnir koma alls staðar að, 24 alls og sýnir hver hópur tvisvar. Sýningar okkar verða 29. og 30. ágúst. Leikhúsin eru þrjú og hvert öðru glæsilegra. Sex sýningar eru á hverju kvöldi.

Útsýnið yfir Monte Carlo.

Hópnum var boðið til glæsilegrar veislu strax fyrsta kvöldið í tilefni 60 ára afmælis hátíðarinnar. Við vorum ósköp framlág þegar við skriðum í ból að kvöldi eftir rúmlega 40 tíma vöku. Spræk og hress héldum við svo af stað á laugardagsmorgni að kanna umhverfið og hátíðarsvæðið. Um kvöldið sáum við þrjár sýningar í stórglæsilegum sal Garnier óperunnar, fulltrúa Belgíu, Ítalíu og Japans.

Frá veislukvöldverðinum

Nú bíðum við spennt eftir því að seinni hópurinn komi til Mónakó og við verðum öll sameinuð. Þá verður haldin formleg móttaka fyrir okkur.

Fyrir hönd hópsins;

Ingveldur Lára Þórðardóttir

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This