Fréttir af leikfélaginu 14. júlí 2020

Posted by Gísli Björn Heimisson - in Félagsmál, Sýningar - No Comments

Leikfélag Hafnarfjarðar fékk framlenginu á veru sinni í Kapellu St. Jó. um eitt ár, til 4. júlí 2021. Á því ári sem við höfum verið starfandi í Kapellunni hefur starfsemi verið takmörkuð, þar sem húsnæðið hefur ekki verið fyllilega tilbúið m.a. vegna skorts á salernisaðstöðu og heitu vatni. Þetta hefur nú verið lagað og er von til þess að við getum hafið leiksýningar og aðra leiklistarstarfsemi undir merkjum leikfélagsins í nánustu framtíð. Það fyrsta sem við munum gera er að fullæfa og frumsýna Ferðamaður deyr, leikrit sem skrifað var af höfundasmiðju leikfélagsins. Við hlökkum til að sjá ykkur bráðlega í Kapellunni.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This