Ljósið við endann á göngunum… í bili

Posted by Leikfélagið - in Félagsmál, Fors, Uncategorized - No Comments

Svæðið sem leikfélagið fær til afnota er skyggt

Kæru félagar!

Eftir langa mæðu er loksins komin staðfesting á húsnæði fyrir okkur! Að vísu bara í 11 mánuði en samt… langþráð þak yfir höfuðið.
Bæjarráð samþykkti í morgun drög að samningi bæjarins við okkur sem felur í sér afnot af kapellunni í St. Jósefsspítala, sem í dag gengur undir heitinu Lífsgæðasetrið í St. Jó.
Þar með er lokið tveggja og hálfs árs leit að hentugu húsnæði með Hafnarfjarðarbæ, en aðeins til eins árs. Nú erum við glöð og kát og ákveðin í að sýna bæjaryfirvöldum og bæjarbúum hvers við erum megnug.
Við munum undirrita samninginn á mánudaginn og fáum þá vonandi afhenta lykla að húsinu. Fyrsti félagsfundur á nýjum stað verður boðaður fljótlega.

Fyrir hönd stjórnarinnar sem nú andar léttar; til hamingju við!

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This