Hið vikulega hefst á ný

Posted by Leikfélagið - in Félagsmál, Fors, Uncategorized - No Comments

VIð hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar erum að far að byrja á nýju rennsli af Hinu vikulega. Undirbúningur hefst á sunnudaginn 30. nóvember, viku fyrir fyrstu frumsýningu. Fyrirkomulagið mun verða með svipuðu sniði og síðast þegar Hið vikulega fór á svið.

Handritshöfundar hafa viku til að skrifa stutt verk sem leikararnir hafa svo viku til að æfa og setja á svið.  Á sunnudaginn er hugmyndin að skipta verkum og leikurum á leikstjóra og það er því öllum velkomið að vera með. Að þessu sinni verða tvær umferðir af hinu vikulega og eru sýningar laugardagana 6. desember og 13. desember.

Áhugasamir geta sent fyrirspurn á leikfelag@gmail.com eða einfaldlega mætt á sunnudaginn 30. nóvember í Gaflaraleikhúsið, kl. 15.

 

Hér eru nokkrar myndir frá síðustu uppfærslu af Hinu vikulega.

 

16 stök

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This