(B)ubbi kóngur á fjalirnar hjá LH

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar, Uncategorized - No Comments

„Gýgjarpussa, er ég kannski ekki kóngur, eða hvað?“

11133880_10152643165661266_1788073370765976852_oÞessa dagana standa yfir stífar æfingar hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar á leikritinu Ubba kóngi – skrípaleik í mörgum atriðum – undir stjórn Ágústu Skúladóttur. Ubbi kóngur (Ubu roi á frummálinu) er kannski betur þekktur sem Bubbi kóngur, en verkið var frumflutt hér á landi undir því nafni á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík árið 1969 í leikstjórn Sveins Einarssonar. Aðalhlutverk í þeirri uppfærslu voru leikin af Davíð Oddssyni og Signýju Pálsdóttur.

Ubbi kóngur er óhefðbundið og gráglettið ærslaverk fyrir fullorðna og er meginþema verksins græðgi, spilling og valdníð.

Leikritið var skrifað af Alfred Jarry undir lok 19. aldar og vakti heit viðbrögð þegar það var fyrst flutt í París árið 1896. Verkið var upphaflega þýtt af Steingrími Gauti Kristjánssyni, sem hefur nú unnið nýja útgáfu fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar.

Á annan tug leikara og hljóðfæraleikara taka þátt í sýningu LH, en aðalhlutverkin, Ubbi kóngur og Ubba kona hans, eru í höndum Halldórs Magnússonar og Huldar Óskarsdóttur.

AgustaSkuladottirVEFURÁgústa Skúladóttir er einn vinsælasti leikstjóri á landinu í dag og er mikill fengur að því fyrir LH að fá hana til verksins. Ubbi kóngur verður fimmta sýningin undir hennar stjórn á fjölunum á þessu leikári. Hinar fjórar, Lína Langsokkur í Borgarleikhúsinu, Öldin okkar með hljómsveitinni Hundi í óskilum hjá Leikfélagi Akureyrar og í Borgarleikhúsinu, Töfraflautan – óperusýning fyrir börn í Hörpu og söngleikurinn Björt í sumarhúsi sem sýnd var í Hörpu og Tjarnarbíói, hlutu allar einróma lof gagnrýnenda.

Fyrstu sýningar

Laugardagur 11. apríl –  kl. 20:00 Frumsýning
Þriðjudagur 14. apríl –kl. 20:00 2. sýning
Laugardagur 18. apríl – kl. 20:00 3. sýning
Þriðjudagur 21. apríl – kl. 20:00 4. sýning

Miðasala í síma 565 5900 og á midi.is

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This