Úr umsögnum um sýningu LH á Ubba kóngi – skripaleik í mörgum atriðum

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar - No Comments

Alfred Jarry hafði mörg dæmi í mannkynssögunni um spillta og gráðuga valdsmenn sem skirrðust ekki við að myrða og ræna ef það kom þeim vel en varla hefur hann grunað árið 1896, þegar Ubu roi/Ubbi kóngur var frumsýndur, hvað verk hans átti eftir að passa grimmilega vel við marga á næstu öld, þeirri tuttugustu. Þetta er vissulega skrípaleikur en sá skrípaleikur hefur oft verið óþægilega raunverulegur, jafnvel í minni þeirra sem enn lifa.
(Silja Aðalsteinsdóttir, TMM)

…þetta verk, skrifað fyrir rúmri öld, sýnir okkur á nánast sársaukafullan hátt grimmd, heimsku og græðgi þess sem fengið er algjört vald yfir öðru fólki — rúmri öld eftir að það er skrifað stendur þetta verk eins og risastórt fokkmerki framan í spilltum valdhöfum, hvort sem er á íslandi eða öðrum
löndum…
(Karl Ágúst Úlfsson, FB)

Fór á þetta subbuleikrit með vinkonum og við erum enn að vitna í fyndna frasa. Uppsetningin er vægast sagt frumleg þó leikritið sjálft sé ævafornt. Ekki fyrir hjartveika.
(Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, FB)

Þvílíkt konfekt! Nærandi fyrir öll skilningarvitin, allir sem einn gefa allt!
(Alda Sigurðardóttir, FB)

Skemmtilega sjónræn, fyndin og subbuleg með frábærum hóp leikara – mæli með því að skella sér
(Guðrún Sóley Sigurðardóttir, FB)

Halldór er hrikalega fínn Ubbi, stór og mikill og rauðskeggjaður, en Huld er jafnvel ennþá betri Ubba, lipur og nett en svo geislandi af orku og  smitandi kæti að það var erfitt að horfa ekki á hana ef hún var á sviðinu.
(Silja Aðalsteinsdóttir, TMM)

Þessa sýningu sáum við í kvöld. Hún er æðisleg, grótesk og hræðileg. Fyndin og ógeðsleg. Kemur sífellt á óvart og er ekki fyrir þá allra siðvöndustu. Ubbi kóngur er ekki fyrir teprur! Pantið ykkur miða og njótið, ef þið þorið.
(Ylfa Mist Helgadóttir, FB)

Þetta fannst mér drullugott, skítfyndið, hugmyndaríkt og subbulegt. Enda Ágústa Skúladóttir við stjórnvölinn. Aldrei dauð stund og þvílíkir kraftar sem Leikfélag Hafnarfjarðar hefur á að skipa.
(Unnur Guttormsdóttir, FB)

What you NEED to do is see this show as soon as possible. Grotesque and funny and full of shit. Songs about shit, clothes covered in shit and people talking shit. Hell, one guy even eats shit. But it is beautiful and funny and I am in awe of the talented cast and crew.
(Virginia Gillard, FB)

Að öðrum leikurum ólöstuðum þá var Huld þar fremst meðal jafningja. Einstaklega fim og létt í hreyfingum, svipbrigði og túlkun öll mjög skýr og vel unnin og textameðferð með ágætum. Auk þess var eitthvað einkennilega franskt við sviðsframkomu hennar, svo franskt að það væri góð hugmynd að bjóða henni upp á að leika í svo sem einu Moliérestykki.
(Trausti Ólafsson, leiklist.is)

Síðustu sýningar
Þriðjudagur 28. aprílKl. 20:00 8. sýning
Föstudagur 1. maíKl. 20:00 9. sýning
Þriðjudagur 5. maíKl. 20:00 10. sýning

Miðasala í síma 565 5900 og á midi.is

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This