Ubbi kóngur sýnt í Mónakó á næsta ári

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar - No Comments
Ubbi kóngur var sýndur í Strawanz í Austurríki sl. sumar.

Ubbi kóngur var sýndur í Strawanz í Austurríki sl. sumar.

Leikfélag Hafnarfjarðar verður fulltrúi Íslands á hinni virtu alþjóðlegu leiklistarhátíð Mondial du Théâtre í Mónakó á næsta ári, með sýningu sína á Ubba kóngi eftir Alfred Jarry í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.

Val dómnefndar var kynnt í dag, en einungis 24 sýningum er boðið að taka þátt hverju sinni. Segja má að Mondial du Théâtre sé óformlegur hápunktur á alþjóðasamstarfi áhugaleikhússfólks og er það mikill heiður að vera boðin þátttaka. Einungis tvisvar áður hafa íslensk leikfélög tekið þátt í hátíðinni, Leikfélag Hafnarfjarðar árið 1985 og Hugleikur árið 2005.

Hátíðin er á vegum AITA/IATA, International Association of Amateur Theatre, og Studio de Monaco og er haldin í Mónakó fjórða hvert ár, að þessu sinni dagana 21. – 30. ágúst 2017. Mondial du Théâtre mun um leið fagna 60 ára afmæli sínu og AITA/IATA 65 ára starfsemi.

Þetta verður í annað skiptið sem farið verður með Ubba kóng á leiklistarhátíð en leikfélagið sýndi Ubba kóng á leiklistarhátíðinni Strawanz í Austurríki í júní síðastliðnum.

Það má segja með sanni að Leikfélag Hafnarfjarðar hafi verið á ferð og flugi þetta árið. Ekki einungis fór Ubbi kóngur til Austurríkis, heldur var einn af hápunktum ársins einnig í júní þegar leikfélagið setti sýninguna Ekkert að Óttast eftir höfundasmiðju félagsins upp í Kassanum í Þjóðleikhúsinu eftir að hún var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins af valnefnd Þjóðleikhússins. Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi svo verkið Dimma Limm eftir Gísla Björn Heimisson á stuttverkahátíð NEATA sem haldin var í Færeyjum í október síðastliðnum.

Stuttverkið Dimma Limm var fulltrúi Ísland á á stuttverkahátíð NEATA

Stuttverkið Dimma Limm var fulltrúi Ísland á á stuttverkahátíð NEATA

Ekkert að óttast var valin áhugaleiksýning ársins í Þjóðleikhúsinu.

Ekkert að óttast var valin áhugaleiksýning ársins í Þjóðleikhúsinu.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This