Síðustu sýningar

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar - No Comments

Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu Leikfélags Hafnarfjarðar á Ubba kóngi – skrípaleik í mörgum atriðum – eftir Alfred Jarry í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Tónlist eftir Eyvind Karlsson, við texta Karls Ágústs Úlfssonar og Þórarins Eldjárn.

Aðeins þrjár sýningar eftir; þriðjudag 28. apríl, föstudag 1. maí og þriðjudag 5. maí.

Brot úr umsögnum um sýninguna:
Sýningin er grótesk í anda verksins og aldrei slegið af. … enn ein rósin í barm Ágústu sem var nú allsæmilega skreyttur fyrir!“
(Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is)
„Frá fyrsta andartaki og allt til loka bera hvert atriðið á fætur öðru í þessari uppfærslu þess vott að allir sem hönd lögðu á plóginn hafa lagt sig fram um að vanda til verka. … Tónlist Eyvindar Karlssonar, sem hann flytur sjálfur ásamt nokkrum öðrum hljóðfæraleikurum og stundum meira og minna öllum leikhópnum, er leikhúsleg og á vel við sýninguna. … uppfærsla sem hlýtur að vera með því besta sem íslenskt áhugaleikhús býður upp á þessu leikári.“ (Trausti Ólafsson, leiklist.is)
„Geggjað lúkk og hugmyndir, kraftur og stuð. Takk Ágústa, Huld, Halldor, Gisli, Ninna og öll hin, en allsekki síst Eyvindur – frábær lög og hljóð.“
(Þorgeir Tryggvason, FB)
„… rúmri öld eftir að það er skrifað stendur þetta verk eins og risastórt fokkmerki framan í spilltum valdhöfum, hvort sem er á íslandi eða öðrum löndum…“
(Karl Ágúst Úlfsson, FB)
„Þvílíkt konfekt! Nærandi fyrir öll skilningarvitin, allir sem einn gefa allt!“ (Alda Sigurðardóttir, FB)
„Skemmtilega sjónræn, fyndin og subbuleg með frábærum hóp leikara“ (Guðrún Sóley Sigurðard., FB)
„Mér fannst þetta mjög skemmtilegt en svoldið dónalegt og svo fékk ég klósettvatn á mig…“ (Hildur Þórey, 10 ára)
„Ubbi kóngur er ekki fyrir teprur! Pantið ykkur miða og njótið, ef þið þorið.“ (Ylfa Mist Helgadóttir, FB)
„Aldrei dauð stund og þvílíkir kraftar sem Leikfélag Hafnarfjarðar hefur á að skipa.“ (Unnur Guttormsdóttir, FB)
„Fór á þetta subbuleikrit með vinkonum og við erum enn að vitna í fyndna frasa.“ (Sunna K. Gunnlaugsdóttir, FB)
„Það er hollt að fara í áhugaleikhús öðru hvoru – og sjá leikhús verða til úr engu.“ (Sjöfn Ingólfsdóttir, FB)
„Mér fannst bangsinn skemmtilegastur og svo klessti hann samloku í andlitið, svona“ (og svo er bangsaparturinn leikinn af mikilli nákvæmni…)
(Jóel Máni, 8 ára)

Sýnt í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.
Miðasala á midi.is, í síma 565 5900 og á midasala@gaflaraleikhusid.is

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This