Námskeið að hefjast í janúar 2014

Posted by Leikfélagið - in Fors, Námskeið - No Comments

220px-KÁÚAgustaSkuladottirVEFURFyrir hönd stjórnar Leikfélags Hafnarfjarðar vil ég óska ykkur gleðilegra jóla og segja ykkur frá því að strax eftir áramót hefjast tvö ný og spennandi námskeið hjá leikfélaginu. Námskeið í leikritun í umsjón Karls Ágústs Úlfssonar hefst 3. janúar og stendur til 18. janúar. Þetta er bæði kvöld- og helgarnámskeið. Námskeið í leiklist í umsjón Ágústu Skúladóttur, það hefst 6. janúar og stendur til 13. janúar. Þetta er bæði kvöld- og helgarnámskeið. Hvort námskeiðið um sig kostar 7.000 fyrir félagsmenn en 10.000 fyrir aðra. skráning á námskeiðið er á leikfelag@gmail.com og athugið að það er takmörk á því hversu margir geta verið á hvoru námskeiði um sig. Með jólakveðju
Gisli Bjorn Heimisson, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This