Leikfélag Hafnarfjarðar hefur leikárið á Hinu Vikulega

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar - No Comments

Þá er komið að því að Leikfélag Hafnarfjarðar vakni úr sínum árlega sumardvala til að takast á við komandi leikár. Við hefjum leik að þessu sinni með Hinu vikulega sem flestir ættu að vera orðnir kunnugir.
Höfundar Leikfélags Hafnarfjarðar sitja nú við að skrifa leikrit fyrir Hið vikulega, en æfingar hefjast á því næstkomandi laugardag, 15. ágúst, kl. 14:00, en þá verður samlestur á nýskrifuðum verkum í anddyri Gaflaraleikhússins.
Þeir sem hug hafa á því að taka þátt í hinu vikulega, endilega mætið á samlesturinn. Vonumst til að sjá bæði ný og kunnugleg andlit.
Frumsýning á Hinu vikulega verður föstudaginn 21. ágúst kl. 20 og í framhaldinu farið í aðra umferð á hinu vikulega sem sýnt verður 29. ágúst. Seinni hið vikulega verður einungis fyrir fullorðna.

Stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This