Hið vikulega fer af stað á föstudaginn

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar - No Comments

Nú á föstudaginn 21. ágúst kl. 20 verður Hið vikulega frumsýnt hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar.

Að þessu sinni verða sjö verk tekin til sýningar eftir jafn marga höfunda.
Þema vikunnar að þessu sinni var Flónið – The Fool og munu því öll verkin að þessu sinni fjalla að einhverju leyti um fífli í einni eða annari mynd.

Verkin sem sýnd verða eru:
Af hverju kom Jesús til jarðar
Jóki
Froskar, mýs og mögulega Dvergar
Fool me once
Fíflin
Bónus
Smiðsraunir

Að venju verður frítt inn en sjoppan verðu opin til aðgestir geti keypt sér léttar veitingar.
Við viljum þó minna á að hægt er að skrá sig meðlim í LH og greiða 1000 kr. félagsgjald sem veitir frían aðgang að öllum sýningum hvers leikárs.  Allar nánari upplýsingar má finna hér.
Í framhaldinu verður farið í aðra umferð á hinu vikulega sem sýnt verður 29. ágúst.

Seinni hið vikulega verður einungis fyrir fullorðna

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This