Fundargerð Aðalfundar 31. maí 2014

Posted by Leikfélagið - in Félagsmál, Fors - No Comments

Aðalfundur Leikfélags Hafnarfjarðar 31. maí 2014 kl 15:00

Formaður LH, Gísli Björn Heimisson, bauð félaga velkomna á aðalfundinn og lagði til að Styrmir B. Kristjánsson yrði fundarstjóri og Ársæll Hjálmarsson fundarritari. Það var samþykkt einróma.

  1. mál. Fundarstjóri býður nýja félaga velkomna. Margrét, Viðar, Ingvar, Jóhanna, Inga og Ólafur kynna sig. Alls eru 26 meðlimir skráðir í leikfélagið.
  2. mál. Skýrsla formanns. Gísli Björn, formaður LH, fer yfir síðasta leikár.
  3. Skýrsla gjaldkera. Lárus, gjaldkeri, fer yfir fjármál Leikfélags Hafnarfjarðar síðasta leikár. Að auki fer hann yfir leikárið 2012-2013 þar sem auka-aðalfundur var ekki haldinn eftir síðasta aðalfund.
  4. Kosning stjórnar og embættismanna.

3 aðalstjórnarmeðlimir detta út, Gísli, Ársæll og Halldór. Styrmir og Lárus halda áfram í stjórn.

Þeir sem bjóða sig fram í aðalstjórn eru: Ársæll Hjálmarsson, Gísli Björn Heimisson, Elva Dögg Gunnarsdóttir, Elín Björg Þráinsdóttir, Stefán Jóhannesson og Hermann Ztuð.

Gísli 17 atkvæði

Elín 12 atkvæði

Ársæll 10 atkvæði

Stefán 10 atkvæði

Elva 7 atkvæði

Hermann 1 atkvæði

Kosið er á milli Stefáns og Ársæls í aðalstjórn:

Stefán 12 atkvæði

Ársæll 6 atkvæði

Ógilt atkvæði 1

Gísli, Elín, Stefán kosin í aðalstjórn.

Varastjórn kosin:

Þeir sem bjóða sig fram á varastjórn eru: Ársæll Hjálmarsson, Hermann Ztuð, Halldór Magnússon og Jóhanna Dalkvist

Halldór 17 atkvæði

Jóhanna 16 atkvæði

Ársæll 15 atkvæði

Elva 8 atkvæði

Hermann 1 atkvæði

Halldór, Jóhanna og Ársæll kosin inn.
  1. Félagslegur endurskoðandi kosinn:

Kristín Svanhildur Helgadóttir (Stína) kosin einróma.

  1. Formaður kosinn. Gísli Björn Heimisson kosinn einróma.
  2. Lagabreytingar kynntar:
  3. Breyta 4.gr. laga um félagsaðild. –Samþykkt einróma
  4. Breyta 6.gr. laga um stjórn félagsins. –Samþykkt einróma
  5. Breyta 7.gr. laga um boðun á aðalfund.

Umræða hófst um hvaða leið ætti að fara í að boða til aðalfundar þar sem bréflega þótti úrelt.

Breytingartillaga frá Lárusi Vilhjálmssyni: Aðalfundur boðaður öllum félagsmönnum með 14 daga fyrirvara og sé lögmætur sé löglega til hans boðað. –Breytingartillaga samþykkt einróma.

  1. Breyta 7.gr. laga. Framhaldsaðalfundur tekinn út og í staðinn skal boða til félagsfundar að hausti til að kynna verk félagsins.

Tillaga frá Styrmi B. Kristjánssyni um að taka út aldurstakmarkið 16 ár. Umræður hófust um hvort að það sé æskilegt eða ekki. Móttillaga frá félagsmönnum að hafa 12 ára aldurstakmark.

Breytingartillaga lögð fram. Dagskráliður aðalfundar 6. liður lagabreytingar sbr. 13.gr. –Fellur niður vegna kosninga, meirihluta atkvæða ekki náð.

Breytingarnar samþykktar einróma.

  1. Breyta 8.gr. laga „Stjórnin skal leggja til…“ og setja inn „Boða skal alla meðlimi stjórnar. Varastjórn tekur sæti meðlims aðalfundar ef hann er fjarverandi.“ –Samþykkt einróma.

Reikningar lagðir til aðalfundar. –Samþykkt einróma.

  1. Breyta 9.gr. laga „og“ breytt í „sem“. –Samþykkt einróma.

Breyta 9.gr. laga, 4. lið orðabreytingar „Fjárhags“

Breyta 9.gr. laga, 8. lið orðabreytingar „Fjárhags“

Breytingar samþykktar einróma.

  1. Árgjald félgasins lagt fram. 1000 kr í félagsgjöld haldast óbreytt. –Samþykkt einróma.

Styrmir og Kristín koma með hugmyndir til að fá fleiri félaga til að greiða félagsgjöld. Setja upp lítið plagg á sýningum til að auglýsa félagsgjöldin.

  1. Önnur mál:

Halldór vill þakka þeim stjórnarmeðlimum sem fara úr stjórn fyrir vel unnin störf. Gísli þakkar einnig þeim sem fara úr stjórn ásamt því að kynna hvernig framhaldið verður.

Ingvar spyr um samstarfssamning LH við Gaflaraleikhúsið m.t.t. nýtingu húsnæðisins fyrir á hvort félag fyrir sig. Lárus og Gísli svara þeirri spurningu. Samningurinn hefur verið endurnýjaður og breytingar gerðar á honum að beiðni beggja félaga til að koma til móts við bæði félögin svo árekstrar verði ekki.

Halldór og Stefán og fleiri meðlimir fjalla um búningageymsluna í Dvergi og nefna að þar hafi verið tekið til.

Gísli nefnir að verið sé að skoða „Skassið tamið“ eftir Shakespear. Arndís ætlar að nútímavæða textann.

Lárus segir frá að námskeið í leiklist verður í sumar í húsinu fyrir 8-12 ára. Einnig kemur hann inn á að þrjár sýningar verða í húsinu í sumar. Spænskur hópur, þýskur hópur og franskur hópur. Félagar LH fá afslátt á sýningar.

Fundi slitið 17:08

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This