Æfingar hafnar á hinu vikulega

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar - No Comments

Nú eru æfingar fyrir Hið vikulega komnar á fullt skrið og var það föngulegur hópur sem var mættur til æfingar núna kl 10 í morgun.

Vorverkefni Leikfélags Hafnarfjarðar samanstendur af fjórum leiksýningum sem allar bera nafnið Hið Vikulega. Hver leiksýning samanstandur af sjö til tíu nýjum, íslenskum stuttverkum sem þýðir að á innan við mánuði sýnum við á bilinu þrjátíu til fjörutíu ný stuttverk. Sýningar eru vikulega sem hér segir:

  • Laugardaginn 22. mars kl. 20
  • Laugardaginn 29. mars kl. 20
  • Laugardaginn 5. apríl kl. 20
  • Miðvikudaginn 16. apríl kl. 20 (daginn fyrir skírdag)

Aðgangur er ókeypis á allar þessar sýningar svo nú er um að gera að skella sér í leikhús.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This