Nýr samstarfssamningur undirritaður

Posted by Leikfélagið - in Félagsmál, Fors - No Comments

Leikfélag Hafnarfjarðar og Gaflaraleikhúsið undirrituðu nú í dag nýjan samstarfssamning sem gildir til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér að LH mun hafa afnot af húsnæði Gaflaraleikhússins undir sýningar og námskeið eins og verið hefur. Samstarfið hefur gengið mjög vel hingað til og voru báðir aðilar ánægðir með að nýr samningur skuli vera í höfn.

Það voru þeir Gísli Björn Heimisson fyrir hönd Leikfélags Hafnarfjarðar og Lárus Vilhjálmsson fyrir hönd Gaflaraleikhússins sem undirrituðu samninginn.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This