Kostirnir við að gerast virkur félagi eru ýmsir:

  • Boð á leiksýningar félagsins. Það eru tvær til þrjár sýningar á ári þar sem aðgöngumiðinn er allt frá 1.500 krónum
  • Boð á leiksýningar hjá öðrum áhugaleikfélögum í nágrenninu.
  • Gjaldgengi í námskeið hjá leikfélaginu. Áætlað er að vera með regluleg námskeið. Ef námskeið eru haldin á vegum félagsins sem einnig eru opin öðrum utan leikfélagsins þá er afsláttur á þeim fyrir virka félaga.
  • Virkir félagar geta tekið þátt í leiksýningum félagsins.
  • Boð á sýningar á vegum atvinnuleikhúsanna.
  • Gjalddaginn á félagsgjöldum Leikfélags Hafnarfjarðar er þann 1. september. Eftir þann tíma verður þátttaka í námskeiðum og sýningum félagsins einungis opin virkum félögum.

Félagsgjaldið er einungis 1.000 krónur.

Hægt er að leggja inn á reikning félagsins: 512-26-4103
Kennitala Leikfélags Hafnarfjarðar er: 410383-0129
Sendið staðfestingu á leikfelag@gmail.com

Athugið að setja nafnið ykkar í skýringu. Ef verið er að greiða fyrir fleiri en einn, þá setja póstfang og við höfum samband til að fá frekari upplýsingar.

Félagar fá aðgang að lokaðri Facebook síðu fyrir virka félaga: Leikfélag Hafnarfjarðar – félagar

Áfram verður til síðan Leikfélag Hafnarfjarðar fyrir vini leikfélagsins og að sjálfsögðu verða viðburðir á vegum félagsins auglýstir þar.

Pin It on Pinterest

Share This