• Verið velkomin á heimasíðu Leikfélags Hafnarfjarðar.

    Hér munum við safna saman öllu því sem mun verða á döfinni hjá okkur í framtíðinni. Það er því um að gera að fylgjast vel með okkur.
    Skráðu þig endilega á póstlistann okkar hér neðar á síðunni svo þú missir ekki af neinu sem gerist hjá okkur.

  • Ljósið við endann á göngunum… í bili

    Kæru félagar! Eftir langa mæðu er loksins komin staðfesting á húsnæði fyrir okkur! Að vísu bara í 11 mánuði en samt… langþráð þak yfir höfuðið. Bæjarráð samþykkti í morgun drög að samningi bæjarins við okkur sem felur í sér afnot af kapellunni í St. J

    Aðalfundur Leikfélags Hafnarfjarðar

    Leikfélag Hafnarfjarðar boðar til aðalfundar þann 12. september kl. 20:00. Nánari staðsetning verður tilkynnt síðar. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Á kjörskrá eru allir félagar sem greitt hafa félagsgjöld. http://leikhaf.is

    Tékklandsævintýri Ubba kóngs að hefjast

    Undanfarnar vikur hafa staðið yfir æfingar á Ubba kóngi, skrípaleik í mörgum atriðum, sem Leikfélag Hafnarfjarðar mun sýna á leiklistarhátíðinni Jiraskuv Hronov í Tékklandi þann 8. ágúst. LH setti upp leikritið Ubba kóng eftir Alfred Jarry í leikstjórn Ágústu Sk

Logo_Fors

Þér er til setunnar boðið.

Við hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar erum boðin og búin að sýna ykkur hvað við höfum upp á að bjóða. Við setjum upp metnaðarfullar sýningar á hverju ári og kappkostum að því að leyfa öllum hér í Hafnarfirði að njóta leiklistar, hvort sem það eru þeir sem standa á sviðinu og kappkosta að skemmta, eða þeir sem í salnum sitja og láta skemmta sér.
Okkar von er að sem flestir komi til okkar í Gaflaraleikhúsið að Strandgötu. Komið til okkar og leikið, komið til okkar á námskeið, komið til okkar og skrifið, komið til okkar og leyfið okkur að hrífa ykkur með í ævintýralönd þar sem allt getur gerst, og allt gerist.
Sjáumst brátt.
Gísli Björn Heimisson, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar

 

Comments are closed.

Pin It on Pinterest