Hið vikulega – Bannað Börnum

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar - No Comments

Nú á laugardaginn 29. ágúst er fram seinni hluti Hins vikulega. Viðtökurnar í síðustu viku voru frábærar og viljum við þakka öllum þeim sem komu kærlega fyrir komuna. Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest aftur á laugardaginn.

Hið vikulega þessa vikuna hefur þemað Vitund – Awareness.

Þetta er fullorðins sýning þ.a. hún er bönnuð börnum.
Þetta er í annað sinn sem sýningin er bönnuð börnum og tókst virkilega vel til síðast og því hvetjum við alla til að kíkja í Gaflaraleikhúsið á laugardaginn.

Verkin eru:

Puntudagur, höfundur: Elín Eiríksdóttir

Grænland, höfundur: Ólafur Þórðarson

Heilög Jól, höfundur: Ingveldur Lára Þórðardóttir

Hildur, höfundur: Steinunn Þorsteinsdóttir

Kramdar dósir, höfundur: Sóley Ómarsdóttir

Smiðsraunir, höfundur: Ólafur Þórðarson

Pamela í Dallas, höfundur: Ársæll Hjálmarsson

Sagan, höfundur: Ársæll Hjálmarsson

Að venju verður frítt inn en sjoppan verðu opin til aðgestir geti keypt sér léttar veitingar.
Við viljum samt sem áður minna á að hægt er að skrá sig meðlim í LH og greiða 1000 kr. félagsgjald sem veitir frían aðgang að öllum sýningum hvers leikárs.  
Allar nánari upplýsingar má finna hér.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This