Frumsýning á Hið Vikulega – hin fyrsta

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar, Uncategorized - No Comments

_SCZ8945 _SCZ9016 _SCZ8913008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðastliðinn laugardag þá frumsýndum við Hið Vikulega hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í Gaflaraleikhúsinu.

Hið Vikulega er stuttverkadagskrá þar sem höfundar í Höfundasmiðju leikfélagsins höfðu haft viku til að skrifa styttri verk, sem leikarar og leikstjórar höfðu síðan aðra viku til að setja upp. Afraksturinn var síðan sýndur á laugardeginum, eins og áður segir. Búið var að setja upp borð á leiksviðinu og búa til kaffihúsastemmingu, þótt sumir af áhorfendum sætu í sætaröðum fyrir ofan, þar sem um 70 manns komu til að sjá, en einungis voru sæti fyrir um 40 við borðin. Má því segja að aðsóknin hafi verið með besta móti.

Verkin sem sýnd voru voru af ýmsu tagi en áttu það allt sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um meðvirkni. Meðvirkni kom fram í verkunum á margvíslegan hátt, frá kómískri og yfir í tragíska túlkun. Verkin voru (í þeirri röð sem þau voru sýnd):

  • Velkominn í heiminn, Vésteinn eftir Sóleyju Ómarsdóttur í leikstjórn Stefáns H. Jóhannessonar
  • Undirlægjur og yfirvaraskegg eftir Elínu Eiríksdóttur í leikstjórn Kristbjargar Víðisdóttur
  • Glöggt er gests augað eftir Ingu M. Beck í leikstjórn Gísla Björns Heimissonar
  • Halló eftir Stefán H. Jóhannesson í leikstjórn Halldórs Magnússonar
  • Ómissandi fólk eftir Ingveldi Láru Þórðardóttur í leikstjórn Gísla Björns Heimissonar
  • Nýji staðurinn þarna í Skipholtinu eftir Ólaf Þórðarson sem leikhópurinn leikstýrði

Þetta tókst allt með ólíkindum vel, margir voru að stíga sín fyrstu skref í leikhúsi og stóðu sig allir með mikilli prýði.

Og ekki nóg með það, núna eru hafnar æfingar á Hinu Vikulega númer tvö sem frumsýnt verður næstkomandi laugardag þar sem tekist verður á við allt annað verkefni: Þakklæti og Frelsi.

Ljósmyndari Morgunblaðsins, Ómar Óskarsson tók ljósmyndirnar sem fylgja þessari frétt og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að birta þær.

Við hlökkum til að sjá ykkur í Gaflaraleikhúsinu kl. 20 á laugardaginn. Aðgangur er ókeypis eins og áður.

Kveðja,
Gísli Björn

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This