Byrjendanámskeið og höfundasmiðja

Posted by Leikfélagið - in Fors, Námskeið - No Comments

Höfundasmiðja

Í byrjun mars þá mun Leikfélag Hafnarfjarðar verða með Höfundasmiðju, þar sem áhersla verður lögð á styttri leikverk. Tveimur vikum seinna þá mun síðan hefjast æfingar á stuttverkadagskrá þar sem afrakstur þessarar höfundasmiðju verða sett á svið í Gaflaraleikhúsinu.
Þeir sem áhuga hafa á að vera með í höfundasmiðjunni hafið endilega samband við leikfélagið í gegnum póstfangið leikfelag@gmail.com

Námskeið í leiklist

Þann 3. mars hefst námskeið í leiklist hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar. Námskeið þetta er ætlað fyrir þá sem hafa litla eða enga reynslu í leiklist en brennandi áhuga á að reyna fyrir sér á sviði. Athugið að námskeiðið er ætlað fullorðnum (18 ára eða eldri). Námskeiðið er í tvær vikur og er kvöldnámskeið. Skráning er á leikfelag@gmail.com. Námskeiðið er opið öllum í Leikfélagi Hafnarfjarðar og er þeim að kostnaðarlausu. Ef þig langar að sækja námskeiðið en ert ekki enn orðinn félagi þá eru nánari upplýsingar um greiðslu félagsgjalda hér á heimasíðunni.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This