Byrjendanámskeið í fullum gangi

Posted by Leikfélagið - in Fors, Námskeið - No Comments

IMG_1102Nú í byrjun mars fór af stað byrjendanámskeið í leiklist hér hjá leikfélaginu. Námskeiðið er ætlað fyrir fullorðna og þeir nítján nemendur sem eru á námskeiðinu eru á aldrinum átján til sjötíu og sjö ára.

Á námskeiðinu er farið í grunninn í leiklist ásamt því að nemendur fá að kynnast ýmsum hliðum leiklistarinnar. Líkamsbeiting, spuni, trúður, sviðsbardagar og textabeiting eru meðal þess sem nemendur fá að kynnast á þessum tveimur vikum sem námskeiðið spannar.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Gísli Björn Heimisson, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This