Að loknu Hinu Vikulega

Posted by Gísli Björn Heimisson - in Fors, Sýningar - No Comments

Nú þegar vorverkefni Leikfélags Hafnarfjarðar, „Hið Vikulega“ er runnið sitt skeið á enda er ekki úr vegi að líta yfir hvernig farnaðist á þessum fimm vikum sem við hjá leikfélaginu stóðum í ströngu við að skapa sjónarspil fyrir áhorfendur, en þeir urðu um þrjú hundruð talsins.

Við höfðum lengi gælt við þá hugmynd að halda stuttverkasýningu sem nefndist Hið VikHöfundar, leikarar og leikstjórarulega, og á vordögum 2014 gafst okkur færi á að gera einmitt það; ákveðið var að efna til Hins Vikulega fjórar vikur í röð, þar sem frumsýnd yrðu ný íslensk leikrit í hverri viku.

Ákveðið var að hefja undirbúning með því að halda byrjendanámskeið og hleypa smá nýju blóði inn í leikfélagið. Það tókst vonum framar og voru sautján manns sem sóttu námskeiðið, sem stóð öllum til boða að kostnaðarlausu. Margir nemendanna héldu síðan áfram og tóku þátt í Hinu Vikulega.

Vikunni áður en afhenda skyldi fyrsta hluta leikrita til uppsetninga, hittust höfundar í Höfundasmiðju leikfélagsins og fengu þema sem skyldi notað sem grunnur að fyrstu sýningunni. Þemað var Meðvirkni og höfðu höfundar viku til að skrifa leikrit byggt á því.

Þann 15. mars hittust höfundar, leikstjórar og leikarar og lásu saman handritin sem borist höfðu. Leikstjórar fengu verk í hendur og leikarar einnig. Laugardaginn eftir, þann 22. mars, var afraksturinn sýndur og urðu það sex verk sem frumsýnd voru.

Á meðan leikstjórar og leikarar voru að æfa verkin höfðu höfundar setið sveittir við að skrifa ný verk fyrir næstu viku, en þema þeirrar vikur var frelsi og/eða þakklæti. Afraksturinn var sýndur þann 29. mars og urðu verkin sjö talsins.

Þriðja vikan í Hinu Vikulega hafði þemað Valkvíði og voru alls ellefu verk frumsýnd þann 5. apríl.

Seinasta vikan hafði síðan þemað Möguleikar og voru verkin tíu í þessari „viku“ sem reyndar teygðist yfir tíu daga, þar sem leikfélagið hafði ekki aðgang að leikhúsinu þrjá daga til æfinga, og var frumsýning því daginn fyrir Skírdag, 16. apríl.

Í heildina urðu þetta því þrjátíu og fjögur verk eftir þrettán höfunda sem sýnd voru á þessum fjórum vikum. Tuttugu og tveir leikarar léku alls 99 hlutverk og leikstjórar voru tíu talsins.

Allir sem að sýningunni stóðu vilja þakka áhorfendum fyrir frábærar viðtökur og vonumst til að þið komið til okkar aftur í haust þegar við hefjum Hið Vikulega að nýju.

 

Verkin sem sýnd voru

Vasinn e. Sóleyju Ómarsdóttur
Leikstjóri: Ársæll Hjálmarsson
Leikarar: Helga Hrund Einarsdóttir, Stefán H. Jóhannesson

Mannheim e. Guðfinnu Rúnarsdóttur
Leikstjóri: Theodóra Listalín
Leikarar: Gunnhildur Magnúsdóttir, Halldór Magnússon, Sædís Enja Styrmisdóttir

Framtíðin e. Heiðdísi Buzgò
Leikstjóri: Halldór Magnússon
Leikarar: Helga Hrund Einarsdóttir, Jóhanna Dalkvist, Lilja Dögg Eysteinsdóttir, Silja Fanney Steinsdóttir

Möguleikarinn e. Ingveldi Láru Þórðardóttur
Leikstjóri: Halldór Magnússon
Leikarar: Guðrún Edda Einarsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Thedóra Listalín

Hamingjan e. Elínu Eiríksdóttur
Leikstjóri: Elva Dögg Gunnarsdóttir
Leikarar: Jóhann Rúnar Guðmundsson, Lilja Dögg Eysteinsdóttir, Sædís Enja Styrmisdóttir

Segðu okkur satt Jónas e. Ársæl Hjálmarsson
Leikstjóri: Stefán H. Jóhannesson
Leikarar: Ársæll Hjálmarsson, Gísli Björn Heimisson, Viðar Utley

Mögulegar flóttaleiðir e. Ingu M. Beck
Leikstjóri: Gísli Björn Heimisson
Leikarar: Kristbjörg Víðisdóttir, Lilja Dögg Eysteinsdóttir, Sædís Enja Styrmisdóttir

Dansað til að gleyma e. Halldór Magnússon
Leikstjóri: Elva Dögg Gunnarsdóttir
Leikarar: Gísli Björn Heimisson, Halldór Magnússon, Jóhann Rúnar Guðmundsson, Stefán H. Jóhannesson

Amen e. Elínu Eiríksdóttur
Leikstjóri: Gísli Björn Heimisson
Leikarar: Guðrún Edda Einarsdóttir, Kristbjörg Víðisdóttir, Silja Fanney Steinsdóttir

Hringsson the musical e. Ingveldi Láru Þórðardóttur og Ólaf Þórðarson
Leikstjórar: Ingveldur Lára Þórðardóttir og Ólafur Þórðarson
Leikarar: Gunnhildur Magnúsdóttir, Ársæll Hjálmarsson, Silja Fanney Steinsdóttir, Sædís Enja Styrmisdóttir, Stefán H. Jóhannesson

Ljósameistari í öllum verkunum, tæknimaður og fleira varr:
Jónas Sturla Gíslason

Heiðdís Buzgò sá um förðun í sýningunni.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This