Ævintýraferð Ubba á leiklistarhátíðina Mondial du Theatre í Mónakó hófst að kvöldi fimmtudagsins 24. ágúst þegar fyrri helmingur hópsins lagði í hann. Flogið var til Düsseldorf og þaðan til Nice þar sem fulltrúi hátíðarinnar beið eftir okkur keikur og hress á flugvellinum. Hluti hópsins fór í leiðangur til að leita uppi leikmuni sem fyrirhugað var að kaupa í Nice en með hina var farið beinustu krókaleið í miðstöð hátíðarinnar, sem er í Auditorium Rainier III við höfnina í Monte-Carlo.
6 tima stopover bauð uppá göngutúr að Rín.
Hátíðin er haldin í undurfallegu umhverfi við höfnina. Leikhóparnir koma alls staðar að, 24 alls og sýnir hver hópur tvisvar. Sýningar okkar verða 29. og 30. ágúst. Leikhúsin eru þrjú og hvert öðru glæsilegra. Sex sýningar eru á hverju kvöldi.
Útsýnið yfir Monte Carlo.