Hið vikulega sýning tvö

Posted by Leikfélagið - in Fors, Sýningar - No Comments

IMG_5746 IMG_5753IMG_5765 IMG_5784

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðastliðinn laugardag var komið að öðrum hluta á Hið vikulaga hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar í Gaflaraleikhúsinu.

Sem fyrr er Hið Vikulega stuttverkadagskrá þar sem höfundar í Höfundasmiðju leikfélagsins höfðu haft viku til að skrifa styttri verk, sem leikarar og leikstjórar höfðu síðan aðra viku til að setja upp. Afraksturinn var síðan sýndur á laugardeginum, eins og áður segir. Líkt og síðasta laugardag var boðið upp á kaffuhúsa stemmningu í salnum og hefur það svo sannarlega mælst vel fyrir og var hvert borð fullsetið og rúmlega það.

Verkin sem sýnd voru voru af ýmsu tagi en áttu það allt sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um Valkvíða sem birtist á  margvíslegan hátt í verkunum, allt frá kómískri og yfir í tragíska túlkun. Verkin voru (í þeirri röð sem þau voru sýnd):

  • Fyrir augað eftir Gísla Björn Heimisson. Leikstjóri: Halldór Magnússon
 Leikarar: Andrea Ósk Elíasdóttir, Heiðdís Buzgò og Stefán H. Jóhannesson
  • Aðlaðandi er ungfrúin ánægð eftir Ingveldi Láru Þórðardóttur. Leikstjóri: Gísli Björn Heimisson 
Leikarar: Lilja Guðmundsdóttir og Silja Fanney Steinsdóttir
  • Truth or Dare eftir Elínu Eiríksdóttur Leikstjóri Halldór Magnússon.
 Leikarar: Kristbjörg Víðisdóttir, Lilja Dögg Eysteinsdóttir og Sædís Enja Styrmisdóttir.
  • Stígur eftir Stefán H. Jóhannesson Leikstjóri: Gísli Björn Heimisson
 Leikarar:  Andrea Ósk Elíasdóttir, Jóhann Rúnar Guðmundsson, Lilja Guðmundsdóttir og Viðar Utley.
  • Kona um konur, frá kynslóð til kynslóðar eftir Steinunni Þorsteinsdóttur Leikstjóri: Stefán H. Jóhannesson
 Leikkonur: Elín Björg Þráinsdóttir, Heiðdís Buzgò og Jóhanna Dalkvist
  • Predator eftir Halldór Magnússon Leikstjóri Stefán H. Jóhannesson 
Leikarar: Jóhanna Dalkvist og Viðar Utley.
  • Kjartan og Bolli baða sig eftir Ólaf Þórðarson Leikstjóri Ársæll Hjálmarsson 
Leikarar: Gísli Björn Heimisson, Stefán H. Jóhannesson og Gunnhildur Magnúsdóttir

Þetta tókst allt með ólíkindum vel, margir voru að stíga sín fyrstu skref í leikhúsi og stóðu sig allir með mikilli prýði og fengu að sjálfsögðu rós samkvæmt hefðinni.

Nú eru hafnar æfingar á Hinu Vikulega númer þrjú sem frumsýnt verður næstkomandi laugardag þar sem tekist verður á við allt annað verkefni: Möguleikar.

Við hlökkum til að sjá ykkur í Gaflaraleikhúsinu kl. 20 á laugardaginn og endilega látið vini og vandamenn vita af þessum sýningum.

Aðgangur er ókeypis eins og áður.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This