Sælir kæru vinir.
Núna næstkomandi laugardag, 15. mars, munum við hrinda af stað vorverkefni Leikfélags Hafnarfjarðar. Það ber hið virðulega heiti Hið Vikulega, þar sem við munum æfa upp og sýna nokkur (sjö til tíu) stuttverk í hverri viku, í fjórar vikur. Höfundasmiðja leikfélagsins situr sveitt þessa dagana að skrifa verkin sem sett verða upp. Þeir sem áhuga hafa á að vera með í þessu verkefni, leikarar, leikstjórar eða annað, endilega hafið samband með því að senda póst á leikfelag@gmail.com eða einfaldlega mætið í Gaflaraleikhúsið á laugardaginn 15. mars kl. 10:00. Þið getið að sjálfsögðu verið með allar vikurnar fjórar, eða einhverja af vikunum fjórum.
Æfingar og sýningar eru:
- 15. mars – 22. mars – æfingar á Hið Vikulega 1
- 22. mars – Sýning á Hið Vikulega 1
- 23. mars – 29. mars – æfingar á Hið Vikulega 2
- 29. mars – Sýning á Hið Vikulega 2
- 30. mars – 5. apríl – æfingar á Hið Vikulega 3
- 5. apríl – Sýning á Hið Vikulega 3
- 6. apríl – 16. apríl – æfingar á Hið Vikulega 4
- 16. apríl – Sýning á Hið Vikulega 4 (daginn fyrir Skírdag)