Nú um helgina lauk námskeiðum í leikritun og leiklist sem haldin hafa verið núna í jánúar hjá okkur í Leikfélagi Hafnarfjarðar.
Það voru þau Ágústa Skúladóttir og Karl Ágúst Úlfsson sem sáu um kennsluna að þessu sinni og var mikil lukka með þeirra störf.
Nú á laugardaginn var þessum tveim hópum slegið saman og þau leikrit sem samin voru á námskeiðinu hjá Karli Ágústi leiklesin af þeim sem voru á leiklistarnámskeiðinu hjá Ágústu.
Þetta voru samtals átta verk sem flutt voru og er það einróma álit þeirra sem mættu til að hlýða á að vel hafi takist til og var mikill vilji til að halda þessu áfram á eigin spýtur og hittast reglulega til að skrifa og leiklesa.
Við hjá Leikfélaginu viljum þakka Karli og Ágústu innilega fyrir þeirra störf og vonumst til að geta fengið þau aftur til okkar í frámtíðinni.