Breytingar á félagatali

Á seinasta aðalfundi Leikfélags Hafnarfjarðar þá var tekin sú ákvörðun að við myndum innheimta félagsgjöld.

Þetta er m.a. gert vegna þess að:

Það er óreiða á félagatali. Nú síðustu ár hefur verið nóg að segjast vera í Leikfélagi Hafnarfjarðar og látið gott heita. Nú verður til félagsskrá virkra félaga.
Samkvæmt lögum félagsins á að innheimta félagsgjöld.

Ástæðan fyrir þessu er ekki að félagið sé að plokka fé af félögum enda var upphæð félagsgjaldsins ákveðin einungis 1.000 krónur.

Kostirnir við að gerast virkur félagi eru ýmsir:

Boð á leiksýningar félagsins. Það eru tvær til þrjár sýningar á ári þar sem aðgöngumiðinn er allt frá 1.500 krónum
Boð á leiksýningar hjá öðrum áhugaleikfélögum í nágrenninu.
Afsláttur á sýningar hjá Gaflaraleikhúsinu.
Afsláttur af veitingum í Gaflaraleikhúsinu
Gjaldgengi í námskeið hjá leikfélaginu. Áætlað er að fara af stað með allavega tvö námskeið nú í haust. Ef námskeið eru haldin á vegum félagsins sem einnig eru opin öðrum utan leikfélagsins þá er afsláttur á þeim fyrir virka félaga.
Virkir félagar geta tekið þátt í leiksýningum félagsins.
Boð á sýningar á vegum atvinnuleikhúsanna.

Gjalddaginn á félagsgjöldum Leikfélags Hafnarfjarðar er þann 1. september. Eftir þann tíma verður þátttaka í námskeiðum og sýningum félagsins einungis opin virkum félögum.

Eins og áður segir þá eru félagsgjöldin 1.000 krónur.

Hægt er að leggja inn á reikning félagsins: 512-26-4103
Kennitala Leikfélags Hafnarfjarðar er: 410383-0129
Sendið staðfestingu á leikfelag@gmail.com

Athugið að setja nafnið ykkar í skýringu. Ef verið er að greiða fyrir fleiri en einn, þá setja póstfang og við höfum samband til að fá frekari upplýsingar.

Búin verður til ný, lokuð Facebook síða fyrir virka félaga: Leikfélag Hafnarfjarðar – félagar

Áfram verður til síðan Leikfélag Hafnarfjarðar fyrir vini leikfélagsins og að sjálfsögðu verða viðburðir á vegum félagsins auglýstir þar.

Comments are closed.

Pin It on Pinterest

Share This