Vegna frétta sem birtist í Fjarðarfréttum fyrr í dag. Útskýring mín (Gísla Björns) á samþykkt félagsfundar um að einróma hafi verið samþykkt að halda samstarfinu ekki áfram, þá er það túlkun blaðamanns á skýringu minni (Gísla Björns) að ákveðið hafi verið einróma að fara ekki í samningaviðræður ef Gaflaraleikhúsið hefði engan ávinning af því að halda áfram samstarfi.
Samþykkt félagsfundar:
„Gísli hefur samband við menningarmálanefnd. Fá upplýsingar um hvort að það skipti máli hvort að GL hafi ávinning af því að LH sé inni í húsinu. Ef svo er ekki að þá er engin ástæða til að setjast niður og semja um eitthvað sem skiptir annan aðilan neinu máli.„
Gísli sendi Ágústu Kristófersdóttur erindi þar sem beðið var skýringa á því, og svar hennar var á þessa leið:
„Hver er ávinningur Gaflaraleikhússins af því að hýsa Leikfélag Hafnarfjarðar? Fjárhagslegur ávinningur Gaflaraleikhússins í formi aukins framlags frá Hafnarfjarðarbæ er enginn.“
Ágústa Kristófersdóttir, ritari nefndarinnar (Ferða- og menningarmálanefndar).
Lesa má frétt Fjarðarfrétta hér. Greinin er á bls 7 í blaðinu.